Ljóðabækur Sigríðar

Slátur verður til af sóðalegu erfiði og endalausri handavinnu einhverra daga seint um haust. Read more...

Héraðssaga Árnesinga á 19. öld

Sagan af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi kom fyrst út 1893-1897 og var síðan þrisvar sinnum endurútgefin á 20. öld. Fimmta útgáfa bókarinnar kom út hjá Sæmundi á Selfossi árið 2010 og er þar á ferðinni nákvæm endurprentun fyrstu útgáfunnar, handbundin inn í hornaband með fallegri gyllingu og kápuhönnun Elínar Ester Magnúsdóttur. Read more...

Handarbeitsheft á öllum tungumálum

Burda, Hugur og hönd, Vafning, Anna, Stichcraft, Handarbejde, Handavinnu húsfreyjunnar, Strik, Panduro, Hendes verden og ótal mörg fleiri tímarit um handavinnu eru til sölu hjá okkur fyrir aðeins 200 krónur stykkið. Afgreidd á staðnum og í gegnum síma, 482 3079. Read more...

Óður Bernadettu og örvænting hversdagsleikans

Óður Bernadettu eftir Tékkann Franz Werfel er saga um örvæntingu. Örvæntingu hinna trúuðu sem aldrei hafa fengið neina staðfestingu sinnar trúar. „Vegna óútskýranlegra áhrfia höfðu þúsundir manna vonað, að hér í Lourdes mundi það gerast, sem léði tilgangslausu lífinu tilgang og færði sönnur á sannanalausa trú þeirra.“ Read more...

Sá sem er síðastur

Öll þekkjum við máltækið að þessi eða hinn sé síðasti móhíkaninn í merkingunni að um sé að ræða þann síðasta þar sem áður var fjölmennt lið. Máltækið á sér uppruna í samnefndri unglingasögu eftir James Fenimore Cooper sem út kom í Bandaríkjunum 1826. Sagan kom fyrst út í íslenskri þýðingu hjá bókaútgáfunni Ylfingi 1939. Read more...

Sæmundur (Publishing House)

Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi er hluti af rekstri hlutafélagsins Sunnan 4 ehf sem stofnað var um rekstur Sunnlenska fréttablaðsins í ársbyrjun 1992. Félagið seldi blaðið fyrir tæpum áratug en hefur frá sama tíma einbeitt sér að rekstri sem tengist bókum og verslun okkar Bókakaffinu sem rekin er af sama félagi. Read more...

Bókakaffið á Selfossi (Book Store/Café)

Bókakaffið á Selfossi var opnað þann 7. október 2006 og er því liðlega 10 ára gamalt. Það er hluti af rekstri hlutafélagsins Sunnan 4 ehf. sem er í eigu hjónanna Elínar Gunnlaugsdóttur og Bjarna Harðarsonar. Félagið var stofnað í ársbyrjun 1992 um rekstur Sunnlenska fréttablaðsins en seldi þann rekstur frá sér haustið 2008. Í dag rekur Sunnan 4 ehf Bókakaffið, Netbókabúðina (netbokabud.is) og Bókaútgáfuna Sæmund. Read more...
Showing 10 to 18 of 18 (2 Pages)