Bók um einmanaleika

Það orkar tvímælis að halda því fram að bók Michaels Houellebecq sé skemmtileg. En hún er mögnuð engu að síður. Lýsir vel einmanaleika nútímamannsins, menningarkreppu samtímans og fánýti hlutanna. Eftir frábæra en á köflum langorða yfirferð með miklu gáfumannatali tekur við næsta einkennilegur lokakafli þar em höfundur lýsir því hvernig trúfesti á markaðshyggjuna muni leysa vandamál samtímans einhverntíma langt inni í 21. öldinni. Þó svo að lokakafli bókarinnar sé á köflum líflegur þá er ekki laust við það læðist að lesanda að höfund hafi þrotið örendið. Hann skeytir inn í bókina morðmáli sem gerir bókina samt engan veginn að spennusögu og endar uppi í útópískri franskri sveit. En semsagt, alveg þriggja stjörnu bók sem á erindi við samtímann.