Mikilvæg handbók útivistarfólks

Hvernig get ég tryggt að mér verði ekki kalt í tjaldi?

Fyrir flestum okkur er tjaldvist uppi á fjöllum svolítið skelfileg tilhugsun en samt langar okkur smá! Við vitum bara að við kunnum ekkert á þetta, höfum ekki hundsvit á því hvernig maður fer gangandi í marga daga um íslensk fjöll án þess að stefna sjálfum sér í lífshættu. En nú er komin út kennslubók sem einfaldlega sker þetta út í pappa, hvað við eigum að gera og hvernig.

Hvernig nota ég áttavita og GPS tæki? Hvernig virkar einangrun? Hvernig á að raða í bakpoka? Hvaða farangur þarf égÐ Hvað á ég að kaupa fyrst, ef ég er að byrja að stunda útivistÐ Hvað á ég að borða og hvað þarf ég mikið nesti? Hvað á ég að gera ef ég villist? Hvernig býr maður um hælsæriÐ Hvað þarf ég mikið vatn á dagÐ Hvernig prímus á ég að notaÐ Hvað á ég að vera með mörg pör af ullarsokkum?

Þessum spurningum og ótalmörgum öðrum, er svarað í bókinni Góða ferð – handbók um útivist. Höfundarnir nota reynslu sína af ferðamennsku og björgunarsveitarstörfum til að fara ofan í saumana á útbúnaði, ferðahegðun, næringarþörf og öðrum þáttum útivistariðkunar.

Góða ferð – handbók um útivist er haldgóð og auðlæsileg handbók fyrir göngugarpa og útilegufólk. Bókin inniheldur fjöldann allan af skýringarmyndum, ljósmyndum, töflum og listum sem gera hana aðgengilega og skemmtilega.