Svo sveik hann ...

Ágúst stjúpi minn aðstoðaði marga sveitunga sína við að telja fram. Við bræðurnir, annað eða báðir, sátum stundum inni á skrifstofunni hans (í símaherberginu) og fylgdumst með, þegar Ágúst spurði bændurna, hversu margar kindur þeir ættu eða hve margar kýrnar væru, hve margar tunnur af kartöflum og gulrófum þeir hefðu fengið upp úr garðinum o.s.frv. Ekki var amast við því að við hlustuðum á það, sem sjálfsagt hefði átt að gera. Við þóttumst geta lesið út úr svip manna, þegar þeir voru að svíkja undan skatti, en létum á engu bera og sögðum heldur ekki aldrei frá neinu. Einn karlinn brúkaði munntóbak og tók gressilega mikið upp í sig, meðan hann var að hugsa sig um, hve mikið væri óhætt að svíkja undan. Þegar hann var búinn að ákveða sig, að vantelja svo sem tvær kýr, þá spýtti hann í klútinn og sveik svo.

Ofanritaður kafli er úr óborganlegri ævisögu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknir sem út kom nú fyrir jólin 2011. Hér er líst mannlífi og menningu í íslenskri sveit, Rangárþingi nánar tiltekið en uppeldisárin var Sigurður á Keldum og svo í Hemlu eftir að Kristín móðir hans sem var ekkja gekk að eiga Ágúst bónda og ekkil þar.