Um Okkur (About)

Netbókabúð.is selur notaðar bækur af öllum toga. Að baki leitarvél síðunnar eru yfir 30.000 titlar, allt frá 500 króna kiljum upp í 150.000 króna fornbækur. Miðgildi bóka er um 1800 krónur. Read more...

Bókauppboð í Reykjavík II (síðari hluti lista nr. 86-146)

Framhald lista á uppboðsgripum á bókauppboði í Reykjavík laugardaginn 22. apríl 2017 Read more...

Bókauppboð í Reykjavík I (fyrri hluti lista nr. 1-85)

Listi yfir bækur sem boðnar verða upp á opinberu uppboði í Safnaðarheimili Grensáskirkju laugardaginn 22. apríl 2017 kl. 14. Read more...

Bók um einmanaleika

Það orkar tvímælis að halda því fram að bók Michaels Houellebecq sé skemmtileg. En hún er mögnuð engu að síður. Lýsir vel einmanaleika nútímamannsins, menningarkreppu samtímans og fánýti hlutanna. Eftir frábæra en á köflum langorða yfirferð með miklu gáfumannatali tekur við næsta einkennilegur lokakafli þar em höfundur lýsir því hvernig trúfesti á markaðshyggjuna muni leysa vandamál samtímans einhverntíma langt inni í 21. öldinni. Þó svo að lokak Read more...

Krúttlegur sýslumaður

Það er erfitt að flokka bókina Sýslumaðurinn sem sá álfa. Hún er á kápu kynnt sem glæpasaga en fellur ekki inn í venjulegan ramma formúlubókmennta. Á vondri íslensku mætti lýsa henni sem absúrd og naív nóvellu sem útleggst að þetta er löng smásaga, óraunsæ og bernsk. En ef einhver telur að þetta sé falleinkun þá skjátlast þeim hinum sama. Read more...

Einstakir dýrgripir

Vorum að fá til sölu þetta einstaka safn með dýrgripum 18., 19. og 20. aldar. Tilboð óskast í allan pakkann. Sjá nánar myndir og texta. Gripina er hægt að skoða samkvæmt nánara samkomulagi, netfang bokakaffid@sunnlenska.is Read more...

Bók vikunnar er stríðsárarómantík

Bók vikunnar er falleg rómantísk skáldsaga eftir þýska rithöfundinn Manfred Hausmann (1898-1986). Sögusviðið er á Færeyjum og Íslandi en bókin kom út í Bremen 1937. Hún heitir á þýsku Abschied von der Jugend sem gæti útlagst sem Kveðja frá ungmenni. Bókina prýða fallegar myndir eftir Walter Muller og hún er prentuð með gotnesku letri. (Það var leyfilegt þá en nokkrum árum seinna bannað sem gyðinglegt letur). Read more...

Svo sveik hann ...

Ágúst stjúpi minn aðstoðaði marga sveitunga sína við að telja fram. Við bræðurnir, annað eða báðir, sátum stundum inni á skrifstofunni hans (í símaherberginu) og fylgdumst með, þegar Ágúst spurði bændurna, hversu margar kindur þeir ættu eða hve margar kýrnar væru, hve margar tunnur af kartöflum og gulrófum þeir hefðu fengið upp úr garðinum o.s.frv. Ekki var amast við því að við hlustuðum á það, sem sjálfsagt hefði átt að gera. Við þóttumst geta l Read more...

Mikilvæg handbók útivistarfólks

Fyrir flestum okkur er tjaldvist uppi á fjöllum svolítið skelfileg tilhugsun en samt langar okkur smá! Við vitum bara að við kunnum ekkert á þetta, höfum ekki hundsvit á því hvernig maður fer gangandi í marga daga um íslensk fjöll án þess að stefna sjálfum sér í lífshættu. En nú er komin út kennslubók sem einfaldlega sker þetta út í pappa, hvað við eigum að gera og hvernig. Read more...
Showing 1 to 10 of 18 (1 Pages)