Bókakaffið á Selfossi (Book Store/Café)

 Bókakaffið á Selfossi (Book Store/Café)

Bókakaffið á Selfossi var opnað þann 7. október 2006 og er því liðlega 10 ára gamalt. Það er hluti af rekstri hlutafélagsins Sunnan 4 ehf. sem er í eigu hjónanna Elínar Gunnlaugsdóttur og Bjarna Harðarsonar. Félagið var stofnað í ársbyrjun 1992 um rekstur Sunnlenska fréttablaðsins en seldi þann rekstur frá sér haustið 2008.

Auk Bókakaffisins rekur hlutafélagið vaxandi bókaútgáfu undir merkinu Sæmundur og netbókaverslun með gamlar bækur.

Bókakaffið sem er til húsa að Austurvegi 22 er opið alla daga vikunnar frá klukkan 11-18.

Lokað er nýársdag, föstudaginn langa, páskadag, jóladag, annan í jólum og venjulegast nokkrir lokunardagar milli jóla og nýárs og styttur opnunartími á aðfangadag og gamlársdag. Fyrstu þrjá mánuði ársins er svo lokað á sunnudögum.